"Rekstur ársins var í takt við áætlanir hjá okkur og það er ánægjulegt að sjá að sú vinna sem við höfum verið í skilar stöðugum rekstri í stað mikilla sveifla sem áður voru. Endurfjármögnun langtímalána á hagstæðum kjörum, færsla yfir í bandaríkjadali ásamt endurbótum á ferlum skapaði það jafnvægi í rekstri sem vænst var.“

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 59,3 milljónum USD (6.336,1 millj.kr.) samanborið við 49,7 milljónir USD (5.308,8 millj.kr.) árið áður. Hækkunin er um 9,6 milljónir USD (1.027,3 millj.kr.) á milli ára og skýrist aðallega af breytingum á gjaldskrám og áhrifum af styrkingu krónunnar.

Hagnaður nam 28 milljónum USD (2.991,2 millj.kr.) á árinu 2017 samanborið við 13 milljónir USD (1.384,6 millj.kr.) tap á árinu 2016.

Endurfjármögnun langtímalána í lok árs 2016 til samræmis við starfrækslugjaldmiðil Landsnets skapaði jafnvægi í rekstri félagsins. Áhætta félagsins vegna gjaldmiðla hefur minnkað töluvert og eru heildaráhrif af styrkingu krónunnar ekki mikil í rekstri.

Lausafjárstaða félagsins er sterk, handbært fé í lok árs nam 49,2 milljónum USD og handbært fé frá rekstri á árinu nam 68,7 milljónum USD. Með sterkri lausafjárstöðu og nýrri lántöku hefur félagið tryggt fjármögnun áætlaðra framkvæmda ársins 2018.

Helstu niðurstöður ársreiknings (milljónir USD)


Landsnet-4172-Lykiltolur-A4-skorid (003).png

Tekjumörk og gjaldskrár

Landsnet starfar á grundvelli raforkulaga nr. 65/2003 og samkvæmt 12. gr. laganna skal Orkustofnun setja fyrirtækinu tekjumörk. Þau skulu vera tvískipt, annars vegar vegna flutnings á raforku til dreifiveitna og hins vegar vegna flutnings til stórnotenda. Tekjumörkin eru sett til fimm ára í senn og taka mið af sögulegum rekstrarkostnaði félagsins, afskriftum fastafjármuna, sköttum og leyfðri arðsemi, sem Orkustofnun ákveður árlega. Markmið með setningu tekjumarka er að hvetja til hagræðingar í rekstri flutningsfyrirtækisins og tryggja að tekjur þess séu í samræmi við kostnað við þá þjónustu sem því er falið að veita, að teknu tilliti til arðsemi.

Fyrirtækið skal ákveða gjaldskrá vegna þjónustu sinnar í samræmi við sett tekjumörk; fyrir dreifiveitur í íslenskum krónum og fyrir stórnotendur í bandarískum dollar. Heimilt er að færa of- eða vanteknar tekjur samkvæmt tekjumörkum milli ára við árlegt uppgjör tekjumarka en uppsafnaðar of- eða vanteknar tekjur skulu aldrei nema meira en 10% af uppfærðum tekjumörkum hvers uppgjörsárs. Komi í ljós við uppgjör tekjumarka að uppsafnaðar ofteknar tekjur eru umfram þessi mörk skal ná hlutfallinu niður fyrir tilskilin mörk eigi síðar en fyrir lok næsta árs á eftir. Óheimilt er að flytja vanteknar tekjur umfram framangreind viðmið milli ára. Stöðugleiki í tekjumörkum og arðsemi er félaginu mikilvægur.

Tekjumörk og gjaldskrár 2017

Árið 2016 hófst nýtt tekjumarkatímabil sem gildir til 2020 og hafa fyrri tekjumarkatímabil verið gerð upp. Leyfð arðsemi Landsnets vegna 2017 lá endanlega fyrir í lok mars 2017 og í meðfylgjandi töflu má sjá ákvarðanir Orkustofnunar um arðsemi Landsnets frá árinu 2016, eftir skatt:

 


2016 2017
Dreifiveitur 5,92% 5,75%
Stórnotendur 5,48% 5,46%
*Ákvörðun Orkustofnunar um arðsemi lá fyrir 21. júlí 2015Breytingar á flutningsgjaldskrá

Flutningsgjaldskrá fyrir dreifiveitur var hækkuð einu sinni árið 2017. Á árunum 2008–2016 hafði gjaldskrá til dreifiveitna ekki haldið verðgildi sínu heldur lækkað að raunverði. Við uppgjör tekjumarka 2016 kom í ljós að uppsafnaðar vanteknar tekjur félagsins voru töluvert umfram leyfilega heimild (10% af tekjumörkum) og féllu þær tekjur niður. Ekki er ákjósanleg staða að vera alltaf að fullnýta geymsluheimildina og eftir því sem leið á árið 2017 varð ljóst að félagið þurfti að bregðast við til þess að missa ekki niður tekjur. Því var flutningsgjaldskrá til dreifiveitna hækkuð um 8,5% þann 1. ágúst til þess að koma stöðunni í betra horf.
Flutningsgjaldskrá stórnotenda

Árið 2017 var flutningsgjaldskrá til stórnotenda óbreytt.
Breytingar á orkukaupum vegna flutningstapa

"Þetta fyrirkomulag skilaði þéttari endurgjöf á verði til markaðsaðila og meiri sveigjanleika, skilvirkni og hagkvæmni í innkaupum."

Gjaldskrá vegna flutningstapa, sem er eins fyrir dreifiveitur og stórnotendur og birt í íslenskum krónum, hækkaði um 10,5% þann 1. janúar 2017. Gjaldskrá flutningstapa tekur mið af innkaupsverði, auk 1,5% álags til að mæta kostnaði við umsýslu, en samkvæmt raforkulögum ber félaginu að útvega rafmagn í stað þess sem tapast í flutningskerfinu vegna viðnáms í flutningslínum og spennum. Hækkunin var fyrst og fremst til þess að bregðast við vaxandi kostnaði vegna orkutapa, sem hefur farið vaxandi á liðnum árum sökum aukins orkutaps samhliða aukinni raforkunotkun og vegna hækkana á meðalverði á grundvelli útboða.

Árið 2017 voru flutningstöp boðin út til skemmri tíma og var fyrri helmingur ársins boðinn út í lok árs 2016. Útboðstíminn var styttur enn frekar og var seinni hluti árs 2017 boðinn út í tveimur hlutum, þ.e. 3. ársfjórðungur var boðinn út á vormánuðum og 4. ársfjórðungur í lok sumars. Loks var 1. ársfjórðungur 2018 boðinn út haustið 2017. Þetta fyrirkomulag skilaði þéttari endurgjöf á verði til markaðsaðila og meiri sveigjanleika, skilvirkni og hagkvæmni í innkaupum.

Hækkun á gjaldskrá vegna kerfisþjónustu

Kerfisþjónusta er sú þjónusta sem við veitum til að viðhalda rekstraröryggi og jafnvægi í framboði og eftirspurn raforku á hverjum tíma. Undir kerfisþjónustu fellur einnig útvegun reiðuafls, varaafls sem er tengt kerfinu og tiltækt án fyrirvara, reglunaraflstrygging sem tryggir lágmarksframboð á reglunaraflsmarkaði og varaafl. Til þess að sinna þessum lögboðnu skyldum öflum við aðfanga frá vinnslufyrirtækjum og aðgangs að varaafli hjá dreifiveitum.

Gjaldskrá vegna kerfisþjónustu hækkaði um 2,14% í mars 2017, fyrst og fremst til að mæta þeim hækkunum sem urðu vegna reiðuafls. Samningar um kaup og sölu á 40 MWst reiðuafli voru kláraðir og varð gjaldskrárhækkun samhliða því.
Hækkun á gjaldskrá vegna kerfisþjónustu

Kerfisþjónusta er sú þjónusta sem við veitum til að viðhalda rekstraröryggi og jafnvægi í framboði og eftirspurn raforku á hverjum tíma. Gjaldskrá fyrir hana hækkaði um 4,5% í ársbyrjun 2016, fyrst og  fremst til að mæta hækkunum á verði fyrir uppreglunarafl, sem er það afl sem bæta þarf inn á kerfið þegar raunnotkun er meiri en áætluð notkun í raforkukerfinu í heild.

 

Undir kerfisþjónustuna fellur einnig útvegun reiðuafls, varaafls sem er tengt kerfinu og tiltækt án fyrirvara, reglunaraflstrygging sem tryggir lágmarksframboð á reglunaraflsmarkaði og varaafl. Til þess að sinna þessum lögboðnu skyldum öflum við aðfanga frá vinnslufyrirtækjum og aðgangs að varaafli hjá dreifiveitum. Þannig runnu út á árinu langtímasamningar sem tryggðu að 100 MW reiðuafl væri jafnan fyrir hendi á hverju ári og var í framhaldinu gerður nýr samningur við Landsvirkjun um reiðuafl sem nemur 40 MW í aflstöðvunum við Blöndu, Þjórsá og Tungnaá. Jafnframt voru tryggð 40 MW til uppreglunar og 40 MW til niðurreglunar á reglunaraflsmarkaði fyrir tímabilið maí 2016 til apríl 2017. Meðalverð jöfnunarorku á reglunaraflsmarkaði var 3.843 krónur og sést verðdreifingin á meðfylgjandi kökuriti.

Dreifing verð jöfnunarorku.png

Áhættustýring

"Þá er það markmið áhættustýringar félagsins að tryggja samfelldan rekstur við hverjar þær aðstæður sem upp kunna að koma og stefna að ásættanlegri afkomu á hverjum tíma með tilliti til undirliggjandi áhættuþátta í rekstrinum."

 

Tilgangur áhættustýringar er að styðja við grunnhlutverk fyrirtækisins, þ.e. að flytji raforku á samfelldan, hnökralausan, öruggan og hagkvæman hátt frá framleiðendum til viðskiptavina. Landsnet sinnir skyldu sinni með áherslu á að öryggi starfsmanna og viðskiptavina sé tryggt, sem og rekstur og uppbygging flutningskerfis, að fjárhagsleg staða fyrirtækisins sé traust og grunnhlutverk rækt í sem mestri sátt við umhverfi og samfélag.

 

Áhættunálgun félagsins mótast ekki síst af því að það sinnir grunnþjónustu í samfélaginu og tekur þar af leiðandi litla eða hófsama áhættu. Því er bæði áhættuvilji (e. risk appetite) og áhættuþol (e. risk tolerance) félagsins lágt.

Þá er það markmið áhættustýringar félagsins að tryggja samfelldan rekstur við hverjar þær aðstæður sem upp kunna að koma og stefna að ásættanlegri afkomu á hverjum tíma með tilliti til undirliggjandi áhættuþátta í rekstrinum.

 

Áhættumatskerfi

Við erum í  innleiðingu á áhættumatskerfi til að koma til móts við kröfur ISO-staðla. Þeir áhættuþættir sem geta skapast í starfsemi fyrirtækisins eru auðkenndir, könnuð möguleg áhrif þeirra á starfsemina og skipulagðar mótvægisaðgerðir til að koma í veg fyrir eða lágmarka áhrif þessara áhættuþátta og fylgjast með þróun þeirra. 

Áhættusnið Landsnets skiptast í fjóra flokka:

  • Rekstraráhætta, áhættur sem geta truflað samfelldan rekstur raforkuflutnings til viðskiptavina.
  • Stjórnunaráhætta, áhættur sem kunna að hafa áhrif á stefnu, markmið og innleiðingu góðra stjórnunarhátta.
  • Fjárhagsáhætta, áhættur sem kunna að hafa áhrif á fjáreignir, sjóðstreymi og framboð fjármagns hverju sinni.
  • Váhætta, áhættur sem geta ógnað öryggi fólks, umhverfi og verðmætum fyrirtækisins.

Innkaup og birgðahald

Árið var áhugavert í innkaupum og setti Landsnet í upphafi árs upp fyrsta gagnvirka innkaupakerfið á Íslandi til innkaupa á flutningstöpum og einnig voru settir nýir birgjaskilmálar fyrir félagið. Árið bar það með sér að vera mesta fjárfestingarár Landsnets en margar áskoranir reyndust einnig fyrir hendi á árinu. Þar bar hæst flókna og erfiða samningagerð vegna viðgerðar á VM3-sæstreng til Vestmannaeyja og einnig má nefna erfiðar aðstæður á byggingarmarkaði þar sem erfitt reyndist að fá verktaka í byggingarverk. Útboð ársins voru 22 sem var fimm færri en árið 2016.

Í birgðahaldi félagsins var lokið við nýjar verklýsingar fyrir birgðakerfið og einnig var unnið að endurskipulagningu á birgðastýringu. Jafnframt var unnið við að bæta öryggi á birgðasvæðum og á Geithálsi var sett upp nýtt keyrsluhlið og nýjar girðingar.