" Fjölmargir fundir voru haldnir með hagaðilum þar sem farið var yfir fjölbreytt viðfangsefni. Lagt var upp með nýtt verklag þar sem áhersla var á aukið samráð, samtal og upplýsingagjöf sem endurspeglaðist m.a. í breyttu verklagi við kerfisáætlun og á samfélagsmiðlum. Þetta hefur skilað sér í breyttu viðhorfi, þekkingu og trausti á fyrirtækinu."


Náms- og samfélagsstyrkir

Á ári hverju leggjum við lið samfélagslegum verkefnum sem tengjast starfssviði okkar eða þeim verkefnum sem unnið er að á okkar vegum.

Samstarf við Kolvið

Samningur var undirritaður á árinu á milli okkar og Kolviðar um greiðslur til að kolefnisjafna allt innanlandsflug á vegum okkar. 

Samstarf við Háskólann í Reykjavík

Áfram var unnið eftir samstarfssamningi við Háskólann í Reykjavík um starfsnám fyrir nemendur við tækni- og verkfræðideild skólans. Hann felur m.a. í sér eflingu sérfræðiþekkingar nemenda á sviðum áhættugreiningar og flutnings raforku.


Stuðningi við rannsóknarsetrið CORDA (Center of Risk and Decision Analysis) við Háskólann í Reykjavík var haldið áfram. Hann felur í sér styrki til doktorsnema til að auka þekkingu og menntun á sviði áhættu- og ákvörðunarfræða.

Stuðningur við verkfræðinema í Háskóla Íslands

Við erum styrkjum Team Spark verkefni verkfræðinema við Háskóla Íslands sem keppa við aðra háskóla í smíði rafmagnskappakstursbíls.  Hópurinn fór með bílinn á Silverstonebrautina í Englandi árinu.

Stuðningur við líknarfélög

Í stað þess að senda viðskiptavinum okkar jólakort styrkjum við árlega líknar- og velferðarsamtök og var styrknum fyrir árið 2017 úthlutað til PIETA.

Samstarfssamningur við Landsbjörgu

Unnið er eftir samstarfssamningi við Landsvirkjun, RARIK og Slysavarnafélagið Landsbjörgu. Samningurinn tryggir aðstoð björgunarsveita í vá eða við önnur tilvik þar sem aðstoðar er óskað. Einnig felst í samningnum að starfsfólk okkar hefur aðgang að þjálfun í Björgunarskóla Landsbjargar og að skilgreindir verkferlar séu til staðar í viðbragðskerfi björgunarsveitanna þegar orkufyrirtækin þurfa á aðstoð þeirra að halda.